„Held að við séum í nokkuð góðum málum“...

Allt bendir til þess að við séum að ná tökum á þeim hópsýkingum sem hafa komið upp að undanförnu, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. „Ég held að við séum í nokkuð góðum málum. Við munum halda áfram á þessari braut sem við erum að feta,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundi almannavarna.