Ekki viljað sækja um framlengingu vegabréfa...

Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að hægt hefði verið að flytja egypsku Kehdr-fjölskylduna úr landi í ársbyrjun, fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Til þess hefðu foreldrarnir þó þurft að sækja um framlengingu vegabréfa tveggja barnanna, en þeir ekki verið viljugir til þess.