18% atvinnuleysi á Suðurnesjum...

Bylgja atvinnuleysis á umliðnum mánuðum kemur mjög misþungt niður á byggðarlögum og landshlutum. Suðurnesin skera sig úr og hafa orðið verst úti af einstökum landshlutum en þar jókst heildaratvinnuleysi úr 16,5% í júlí og fór í 18% í ágústmánuði.