Allt að 40 metrar á sekúndu...

Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag en á miðhálendinu er spáð allt að 40 metrum á sekúndu og aðstæður því hættulegar fyrir göngufólk. Fram að helgi er spáð strekkingsvind og síðdegis á sunnudag er von á myndarlegri lægð til landsins.