Fjórir réðust á mann, sem einnig er sakaður um líkamsárás...

Fjórir menn réðust á einn í Kópavogi um klukkan sex í gær. Mennirnir veittu honum áverka og unnu skemmdir á bíl hans. Sá sem fyrir árásinni varð fór á Bráðadeild til aðhlynningar en samkvæmt dagbók lögreglu er sá gerandi í líkamsárásarmáli sem var skráð 40 mínútum áður.