Heilbrigðisstarfsfólk ekki smitast meir en aðrir...

Hlutfall smita á meðal heilbrigðisstarfsfólks sem starfar hjá Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ekki meira en á meðal Íslendinga almennt, samkvæmt niðurstöðum skimana Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE). Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að þetta sýni að heilsugæslan og Landspítalinn starfi „ótrúlega vel“ undir álagi.