Helmingur ekki bólusettur...

Tæpur helmingur 65 ára og eldri hér á landi eða 49,4% létu bólusetja sig gegn inflúensu á árinu 2018. Þetta er þó hærra hlutfall en í mörgum Evrópulöndum. Að jafnaði voru 41,4% eldri borgara í löndum ESB bólusettir við flensu á sama ári skv. nýjum samanburði Eurostat, hagstofu ESB, á bólusetningum.