Jökullinn skilar „fljúgandi virki“...

Brak úr bandarísku sprengjuflugvélinni sem fórst á Eyjafjallajökli í seinni heimsstyrjöldinni er smám saman að koma í ljós eftir því sem Gígjökull hopar. Jökullinn er búinn að búta flakið niður þótt einstaka hlutir úr henni séu auðþekktir og er svæðið því eins og ruslahaugur yfir að líta. Allir úr 10 manna áhöfn vélarinnar komust lífs af.