Lánsbáturinn kominn til landsins...

Kominn er til Reykjavíkur hollenskur dráttarbátur, Phoenix, sem Faxaflóahafnir hafa fengið að láni frá hollensku skipasmíðastöðinni Damen. Báturinn verður hér fram í desember á meðan stöðin vinnur að lagfæringum á hinum nýja dráttarbáti, Magna.