Löng biðröð í skimun...

Löng biðröð myndaðist við Turninn í Kópavogi þar sem fleiri tugir nema og starfsmanna Háskóla Íslands voru skimaðir fyrir kórónuveirunni. Smit greindist nýverið hjá starfsmanni HÍ og var öllum nemendum og starfsmönnum boðið að fara í skimun þeim að kostnaðarlausu.