Næstu dagar skera úr um losanir...

Næstu dagar skera úr um hvort losað verði um í samkomutakmörkunum eins og hafði verið gert ráð fyrir í byrjun október að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. „Ég vildi að við gætum gefið eitthvað lengra plan, en það er bara ekki hægt vegna þess að veiran er óútreiknanleg.“