Rannveig heiðruð á afmælinu...

Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þingmaður og forseti bæjarstjórnar í Kópavogi, fékk óvænta kveðju í gærmorgun þegar hún hélt upp á áttræðisafmæli sitt, en vinir Rannveigar og samstarfsmenn úr Samfylkingunni komu henni á óvart og heiðruðu með blómvendi.