Safnaði tæpri 1,3 milljón til styrktar Bleiku slaufunni...

Eggert Unnar Snæþórsson, tvítugur tölvuleikjakappi, safnaði tæpri 1,3 milljón króna til styrktar Bleiku slaufunni. Hann safnaði fjárhæðinni með því að spila tölvuleiki í 24 klukkustundir sem var varpað út í beinni og segist hann afar þakklátur öllum sem styrktu þetta verðuga verkefni.