Rann nánast stjórnlaust niður fjallið...

Ásdís Arnardóttir komst í hann krappann á Uppsalahnjúk í Eyjafirði í vor þegar hún rann tugi metra niður fjallið, nánast stjórnlaust. Hún segir atvikið dæmi um mikilvægi þess að fólk sem hyggi á fjallgöngur sæki sér fræðslu um viðeigandi búnað í þeim og læri að meta þær hættur sem geta komið upp.