Þórhildur Sunna gefur kost á sér í Suðvesturkjördæmi...

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður, ætlar að gefa kost á sér til þess að leiða lista Pírata í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. „Í ljósi þess að ég er flutt á mínar gömlu æskuslóðir í Mosfellsbænum þykir mér rétt að færa mig um set og bjóða fram krafta mína til þess að leiða lista Pírata í Suðvesturkjördæmi,“ sagði Þórhildur. Hún birti tilkynninguna á Facebook í kvöld. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Pírata mun ekki gefa kost á sér í næstu kosningum.Smári McCarthy og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa eining tilkynnt að þeir gefi ekki kost á sér. Því má gera ráð fyrir mannabreytingum á listum Pírata en niðurstöður prófkjörs eiga að liggja fyrir um miðjan mars.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og þingmaður Framsóknar, tilkynnti einnig í dag flutning milli kjördæma en hann ætlar að sæta lagi og bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmi norður í næstu kosningum.