Fjórir hnúfubakar í fyrstu hvalaskoðunarferðinni...

Norðursigling fór í sína fyrstu hvalaskoðunarferð á þessu ári um síðustu helgi. Tuttugu manna hópur sá meðal annars fjóra hnúfubaka í ferðinni. Daglegar hvalaskoðunarferðir fyrirtækisins hefjast um mánaðarmót. Það var hópur Íslendinga, ásamt nokkrum erlendum ferðamönnum,sem voru farþegar í þessarifyrstu hvalaskoðunarferð ársins. Farið var á Náttfara, einum af eikarbátum Norðursiglingar.

Heimir Harðarson,skipstjóri, segir að ferðin hafi tekist mjög vel. Eftir aðeins um 15 mínútna siglingu birtust fjórir hnúfubakar, farþegunum til mikillar gleði.„Þetta var hvalaskoðun eins og hún gerist best á Skjálfanda ogþað um miðjan febrúar. Þetta lofar vissulega góðu meðframhaldið,“ segirHeimir.