Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum...

Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja leiðina að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt.