Snjóboltakast ungmenna endaði með rúðubroti...

Ungmenni skemmtu sér í gær með því að kasta snjóboltum á höfuðborgarsvæðinu. Á einum stað endaði þetta hálf illa því rúða brotnaði í anddyri húss þegar snjóbolta var kastað í hana. Síðdegis í gær var lögreglunni tilkynnt um konu á ferð í vesturhluta borgarinnar og væri hún með innkaupakerru fulla af verkfærum. Hvorki konan né kerran fundust. Lesa meira

Frétt af DV