„Bombur“ geta þeyst nokkur hundruð metra frá gígnum...

Hætta er á að kvika eða gjóska, stundum kallaðar bombur, geti þeyst nokkur hundruð metra þegar háir kvíkustrókar myndast í eina gígnum sem gýs í Geldingadölum. Nýtt hættumat liggur fyrir en það veltur á vindi hversu nálægt fólk getur farið. „Það er ekki öruggt að standa mjög nálægt þessu svæði,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Fréttastofa veit um nokkur dæmi þar sem fólk hefur þurft að leita skjóls þegar bomburnar lendalangt frá gígnum. Á myndinni sem fylgir þessari frétt sést hvernig börn lenda í svona gjósku.

„Bomburnar“má rekja til þess að nýverið varð breyting á gosinuþegar háir kvikustrókar fór að myndast í eina gígnum sem enn gýs í Geldingadölum. Hinir tignarlegu strókarsjást víða á Suðvesturhorni landsins.

Vísindamenn hafa ekki fundið neina sérstaka ástæðu fyrir þessari breyttu hegðun en vitað er að það er gas sem þeytir strókunum upp. „Vísindamenn eru að reyna að svara þessari spurningu en það er ekki komið eitt svar,“ segir Björn.

Það er áfram vinsælt að ganga upp að gosstöðvunum og Veðurstofan hefur útbúið nýtt hættumat fyrir svæðið. Björn segir að til viðbótar við það svæði þar sem talið er að nýjar sprungur getiopnast er búið að reikna út stærð bombanna og hvar þær geta lent, bæði í vindi og í logni.

Það fer því eftir hvernig vindar blása hversu nálægt fólk getur farið en Björn ítrekar að það sé ekki öruggt að fara mjög nálægt.