Samið við Reykjalund og HNLFÍ vegna Covid endurhæfingar...

Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Reykjalund og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) um þjónustu fyrir þá sem veikst hafa af COVID-19 og þurfa á endurhæfingu að halda. Verið er að kanna möguleika á að bjóða sambærilega þjónustu á fleiri stöðum.