Þórhallur og Hallveig fá heiðursverðlaun Grímunnar...

Þórhallur Sigurðsson og Hallveig Thorlacius fá heiðursverðlaun Sviðslistasamband Íslands 2021. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands afhenti verðlaunin á Grímuverðlaunahátíðinni. Þórhallur og Hallveig eiga það sameiginlegt að hafa verið burðarstólpar í íslensku barnaleikhúsi. Þórhallur lék sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu með Herranótt árið 1966. Hann brautskráðist úr leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1970 en hafði þá þegar leikið í fimm sýningum leikhússins, meðal annars stórt hlutverk í Fiðlaranum á þakinu og titilhlutverk í Malcolm litla. Þórhallur hefur starfað við Þjóðleikhúsið sem leikari og leikstjóri í yfir 50 ár og er sá starfsmaður sem hefur lengstan starfsaldur allra við húsið.