Vertu úlfur sýning ársins...

Vertu úlfur eftir Héðinn Unnsteinsson og Unni Ösp Stefánsdóttur í leikstjórn Unnar í Þjóðleikhúsinu hlaut flest verðlaun þegar Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru afhent í 19. sinn við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói fyrr í kvöld. Sýningin var tilefnd til sjö verðlauna og hlaut þau öll.