Ferðaþjónustan illa í stakk búin fyrir niðursveiflu...

Ætla má að glataður virðisauki í ferðaþjónustu árið 2020 vegna Covid-19 faraldursins sé tæpir 150 milljarðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem Ferðamálastofa birti í dag. Skýrslan var unnin afRannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) fyrir Ferðamálastofu til aðrannsakaáhrifaþættiaðlögunarhæfni og seiglu íferðaþjónustu, eins og fram kemur á síðu Ferðamálastofu.

Meðal helstu niðurstaða skýrslunnar er að ætla máað tapaður virðisauki í ferðaþjónustu vegna Covid-19á árinu 2020hafi verið um 149 milljarðar króna, miðað við aðfjöldi erlendra ferðamanna á Íslandihefði veriðum2 milljónireins og spáð var, hefði ekki komið til heimsfaraldursins.

Einnig kemur fram aðvirðisauki og hagnaður á hvern ferðamannhafadregist saman á hverju ári allt frá árinu 2010 og til 2017 og 2018.Við blasi því að ferðaþjónustan var rekstrarlega í erfiðri stöðu og illa í stakk búin til að takast á við niðursveiflu í hagkerfinu, hvað þá þann mikla samdrátt í eftirspurn sem varð í kjölfarkórónuveirunnar.

í skýrslunni segir einnig aðferðaþjónustufyrirtæki hafi fengið úthlutað 65% af þeim stuðningi sem ætlaður var rekstraraðilumá árinu 2020. Rúm 44% af hlutabótum ársins 2020 fóru til einstaklinga í ferðaþjónustu. Hæst var hlutfallið hjá þeim sem störfuðu við veitingaþjónustu eða 14,4% og síðan til þeirra sem unnu á gististöðum eða 12,7%. Mestu fjármagni í tengslum við mótvægisaðgerðir til rekstraraðila ferðaþjónustunnar árið 2020 var úthlutað til fyrirtækja í gistirekstri eða 19,2%, segir ennfremur á síðu Ferðamálastofu.

Loks kemur fram að samdráttur í tekjum veitingahúsa var ekki eins mikill og í öðrum greinum ferðaþjónustunnar. Reyndar hafi það komið í ljós að hluti veitingastaða á landsbyggðinniupplifði sitt besta sumar árið 2020.