Viðskiptavinir kvarta yfir erlendu starfsfólki...

„Það er ekki við hæfi að tala svona við fólk sem er að reyna að skilja, og reyna að tala íslensku og reyna að standa sig vel,“ segir Jón Viðar Stefánsson, deildarstjóri Verslunarsviðs hjá N1. Að sögn Jóns Viðars kemur það fyrir að þeim berist kvartanir og að viðskiptavinir pirri sig á því að allt starfsfólk hjá N1 sé ekki íslenskt.