„Ég hef aldrei séð fólk brosa svona mikið“...

Dagana 5. til 11. september fór um margt einstakur viðburður fram þegar fallhlífastökkvarar frá 15 löndum stukku samtals 912 sinnum til jarðar og lentu á fallegum stöðum víðs vegar um landið. Viðburðurinn hét Icehopp og hafði verið í burðarliðnum um eins árs skeið og var eftirsóttur meðal erlendra stökkvara.