Annar skjálfti yfir þremur að stærð við Keili...

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist klukkan rétt rúmlega korter yfir sjö í morgun. Skjálftinn varð 1,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili. Um er að ræða annan skjálftann sem mælist yfir þremur að stærð frá miðnætti á svæðinu.