Cloud9 nýtur tímans á Íslandi...

Liðið Cloud9 fór í samstarf við íslenska rafíþróttaliðið Dusty í aðdraganda heimsmeistaramótsins í League of Legends sem hefst í Laugardalshöll á morgun. Hafa leikmenn Cloud9 notið tímans á Íslandi ef marka má myndband sem þeir sendu frá sér í síðustu viku.