Mögulega að grynnka í skjálftunum...

Engar mælanlegar breytingar eru á skjálftavirkni á svæðinu í námunda við Keili á Suðurnesjum. Enn mælast hundruð og upp í þúsundir skjálfta á dag en þeir eru þó allir á töluverðu dýpi enn. Þetta segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.