Skriðurnar í fyrra magna upp rigninguna núna...

Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar á Seyðisfirði, segir að búið sé að rýma húsin níu sem til stóð að rýma og koma fólki fyrir. „Og elda kvöldmat fyrir þá sem það þurfa. Það rignir ennþá og það er orðið dimmt.“ Davíð viðurkennir að skriðurnar í fyrra magni upp rigninguna núna og atburðirnir fyrir norðan hafi haft áhrif á líðan bæjarbúa. Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Austurlandi lýsti í dagyfir hættustigi almannavarna á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Frá því í gær hafa mælst hreyfingar á fleka sem liggur milli skriðusársins frá 2020 og Búðarár.

Davíð segir stöðuna óbreytta og ef ekki hefði verið fyrir skriðurnar í desember hefði sennilega enginn kippt sér upp við rigninguna núna. „En þegar fjallið hefur öskrað á mann þá gleymist það ekki.“

Ákveðið óöryggi hafigripið um sig og vantraust, íbúar hafi séð það með eigin augum hvað náttúran geti verið snögg og kraftmikil. „Það er eiginlega það sem er hrjá fólk, traustið er ekki komið ennþá. Þetta er bara flókið.“

Skriðurnar fyrirnorðan hafi líka magnað upp vanlíðan hjá fólki. „Rauði krossinn verður með aðstöðu á morgun þar semfólk geturfarið yfir málin.“ Davíð er ánægður með að ákveðið hafi verið að rýma húsin í dag. „Ég vil frekar fá of mikið af rýmingum en of lítið.“

Hann hefur samúð með því fólki sem þurfti að yfirgefa hús sín enda þekkir hann það vel á eigin skinni hversu óþægilegt það er að geta ekki verið heima hjá sér. „Húsið okkar er óíbúðarhæft, ári seinna, þannig að ég veit hvað fer í gegnum huga fólks. En það er verið að fylgjast með og það er gott.“