Tístarar kætast yfir óförum Facebook sem er komin inn...

Sannkölluð þórðargleði ríkti á Twitter yfir óförum Facebook sem lá niðri svo klukkustundum saman í dag. Íslenskir tístarar hafa ekki látið sitt eftir liggja . Bilunin hefði vart getað komið á verri tíma eftir að fréttaskýringaþátturinn 60 minutes birti viðtal við uppljóstrara sem fullyrti að Facebook hylmdi yfir sönnunargögn um dreifingu falsfrétta og áróðurs. Vandræði Facebook hafa nokkuð víðtæk áhrif því margir nota aðgang sinn á samfélagsmiðlinum til að tengjast öðrum forritum og tækjum. Til að mynda sjónvarpinu sínu, eins og fram kemur í umfjöllun New York Times. Ekki er vitað hvenær Facebook lítur dagsins ljós afturog til að bæta gráu ofan á svart neyddist tæknistjóri Facebook til að biðjast afsökunar á Twitter.

Staðfesting á netvandræðum frá Facebook CTO: https://t.co/Ri1O1tcV6d
— Erlendur (@erlendur) October 4, 2021

Bilun af þessu tagi er afar sjaldgæf hjá Facebook. Árið 2019 lá samfélagsmiðillinn niðri víðvsegar um heiminn í 14 klukkustundir.

Á Twitter hefur gleðin hins vegar verið við völd.

hello literally everyone
— Twitter (@Twitter) October 4, 2021

Íslenskir notendur Twitter hafa tekið þátt í þórðargleðinni á meðan aðrir hafa rifjað upp hvernig lífið var áður en Facebook tók völdin.

Einu sinni þurftum við ekki að skilaboðast svona mikið, þá fór maður bara niður í bæ að leita að vinum sínum, labbaði inn í Eymundsson og spurði í afgreiðslunni, hefurðu séð -nafnvinkonu- og fékk, já hún fór á Kaffibrennsluna. Offline lífið var næs og já ég er hundrað ára.
— Birna Anna (@birnaanna) October 4, 2021

Stórt kvöld. Allir mættir á Twitter. Eins gott að þið séuð tilbúnin með besta efnið ykkar í þessari stærstu brandarakeppni heims.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) October 4, 2021

Hello darkness my old friend pic.twitter.com/Ju2DUVgfFb
— Hildur Helgadóttir (@grildur) October 4, 2021

En það er ekki bara á Íslandi sem fólk hendir gaman að vandræðum Facebook.

Who did this pic.twitter.com/YVbC3zb0Io
— Usain St. Leo Bolt (@usainbolt) October 4, 2021

Instagram down, Facebook down, WhatsApp down.

pic.twitter.com/JPf7FBu1Bn
— 433 (@433) October 4, 2021