Á þriðja hundrað þúsund börn mis­notuð af kaþólskum prestum...

Um það bil 216 þúsund börn hafa verið mis­notuð af kaþólskum prestum í Frakk­landi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar mis­notkun af hálfu annarra með­lima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niður­staða nýrrar rann­sóknar­skýrslu sem birt var í dag.