Átján reynslulitlir í landsliðinu...

Eftir að tveir af elstu leikmönnunum í íslenska A-landsliðshópnum heltust úr lestinni í gær vegna meiðsla, þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Jón Guðni Fjóluson, er ljóst að Ísland hefur sjaldan eða aldrei teflt fram jafn reynslulitlum hópi í undankeppni stórmóts og gegn Armeníu og Liechtenstein á föstudag og mánudag.