Fyrsti jarðskjálftinn yfir þremur að stærð í dag...

Nokkuð snarpur jarðskjálfti varð um klukkan korter yfir fjögur í dag. Hann fannst greinilega á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu. Þetta er fyrsti skjálftinn sem mælist yfir þrjá það sem af er degi. Samkvæmt fyrstu mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 3,3að stærð. Þær tölur eru þó óyfirfarnar. Hann átti upptök sín um kílómetra suðsuðvestur af Keili.

Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni seinustu daga. Þetta er fyrsti skjálftinn í dag sem mælist yfir 3 að stærð. Í gær urðu fimm skjálftar yfir 3 að stærð.

Um miðjan dag á laugardag varð stærsti skjálftinn í yfirstandandi hrinu. Hann mældist 4,2 að stærð.

Fréttin verður uppfærð.