Íslendingur ákærður í Kaupmannahöfn...

Tveir Íslendingar eru í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn og einn hefur verið ákærður í tengslum við átök sem áttu sér stað fyrir rúmum tveimur vikum. Þetta staðfestir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, og lögreglan í Kaupmannahöfn eftir fyrirspurn mbl.is.