Kynjaverur barnabókmenntanna fela sig í Kjarnaskógi...

Hvað eiga Paddington, fíllinn Elmar, Fía Sól, Greppikló og Snorkstelpan sameiginlegt? Jú, þetta eru allt þekktar persónur úr barnabókum og núna hafa þær allar hreiðrað um sig í Kjarnaskógi. „Við vorum á lestrarnámskeiði á Amtsbókasafninu og smíðuðum þessar fígúrur þar,” segir Birnir Mar Steinþórsson, 10 ára strákur á Akureyri, sem hefur sótt þetta námskeið tvö síðastliðin sumur.

„Mér fannst þetta mjög gaman og öðruvísi. Það var gaman að fá að smíða og mála og allskonar. Svo voru unglingar með okkur sem hjálpuðu okkur.”

Fígúrurnar sem krakkarnir bjuggu til hafa nú falið sig vítt og breitt um Kjarnaskóg og búið er að útbúa ratleik sem gengur út á það að finna þær allar.

Landinn hitti Birni Mar og vini hans í skóginum. Hér má horfa á þáttinn í heild sinni.