Málshöfðun vegna uppsagnar trúnaðarmanns...

Icelandair ehf. hefur sagt upp trúnaðarmanni Eflingarfélaga á Reykjavíkurflugvelli, Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, á sama tíma og hún var í viðræðum við fyrirtækið um réttindamál starfsmanna. Mál verður höfðað bæði fyrir Félagsdómi og héraðsdómi vegna uppsagnar Ólafar, segir í tilkynningu frá Eflingu.