Skoða að opna fyrir umferð mjólkurbíls...

Hættustig vegna úrkomu og skriðuhættu í Kinn og Útkinn er enn í gildi. Aðgerðarstjórn almannavarna hóf fund kl. 13 í dag þar sem staðan verður endurmetin. Þá er í skoðun hvort opna eigi fyrir umferð mjólkurbíls í gegnum bannsvæðið. Þetta segir Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjórinn á Húsavík, í samtali við mbl.is.