Tíu lið leika um heimsbikarinn...

Íslendingaliðin Magdeburg og Aalborg taka þátt í heimsbikarkeppni félagsliða karla í handknattleik sem hefst í Jeddah í Sádi-Arabíu í dag. Þar leika tíu lið úr öllum heimsálfum um heimsbikarinn, eða Super Globe.