Hlutu Nóbelsverðlaun fyrir aðferð við gerð sameinda...

Þjóðverjinn Benjamin List og Skotinn David MacMillan hlutu í dag Nóbelsverðlaun í efnafræði. Fyrir þróun á aðferð við byggingu sameinda sem að mati Nóbelsnefndarinnar hafa haft mikil áhrif á rannsóknir í lyfjafræði og sömuleiðis gert efnafræðina umhverfisvænni.

Aðferðina hafa tvímenningarnir þróað síðan um aldamót og hún hefur þegar komið mannkyni til góða á ýmsan hátt, hefur AP fréttaveitan eftir Perillu Wittung-Stafshede, sem á sæti í Nóbelsnefndinni.

List starfar hjá Max Planck stofnuninni í Þýskalandi en MacMillan hjá Princeton háskóla í Bandaríkjunum. AP hefur eftir List að hann hafi verið mjög hissa á því að hljóta verðlaunin. Hann hafi verið í fríi með fjölskyldunni í Amsterdam þegar hann fékk símtal frá Svíþjóð um Nóbelsverðlaunin.

Næstu daga verða veitt friðarverðlaun Nóbels veitt og sömuleiðis Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir og hagfræði.