Íslendingurinn sem var leitað í Svíþjóð fannst látinn...

Íslendingurinn sem hefur verið leitað í sjó fyrir utan Borgholm í Öland í Svíþjóð fannst látinn fyrir hádegi í dag. Maðurinn féll af sjósleða þann 25. september og hefur verið saknað síðan. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur verið í samskiptum við aðstandendur mannsins. Björgunarsveitin í Kalmar var við dýfingaæfingar í Köpingsvik þegar maðurinn fannst, en hafði ákveðið að æfa einmitt þar til að freista þess að finna hann. Maðurinn var í kringum fertugt.