Nýtt 970 íbúða hverfi í skipulagi á Akureyri...

Gert er ráð fyrir nýju hverfi vestan Borgarbrautar á Akureyri samkvæmt nýjum drögum að deiliskipulagi sem kynnt voru í dag og birtar á vef bæjarins. Á hverfið að vera með 970 íbúðum og geta hýst 1.900-2.300 íbúa. Til samanburðar eru íbúar á Akureyri í dag tæplega 19.000 og gæti þetta nýja hverfi því staðið undir um 12 fjölgun íbúa í bænum.