Seðlabankinn hækkar enn og aftur vexti...

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur. Þetta er þriðja hækkunin í röð og eru stýrivextir nú orðnir 1,5 prósent. Meginástæða hækkuninar er verðbólga sem mældist 4,4 prósent og er að stærstum hluta drifin áfram að hækkun húsnæðisverðs. Segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar að undirlittjandi verðbólga sé tekin að hjaðna en það sé áhyggjuefni að verðbólguvæntingar séu teknar að hækka á ný. Nefndin horfir einnig til tímabundinna framleiðslutruflana vegna covid þar sem bæði framleiðsla og flutningskostnaður hefur valdið miklum verðhækkunum.

Í yfirlýsingunni segir að hagvöxtur á fyrri helmingi ársins hafi verið minni en ágústspá bankans gerði ráð fyrir. Hins vegar eru vísbendingar um áframhaldandi kröftugan efnahagsbata á þriðja ársfjórðungi og hafa hagvaxtarhorfur fyrir árið í heild lítið breyst. Hækkunin er í takt við spár markaðsaðila.