Blendin viðhorf til heimavinnu...

Á meðan samkomutakmarkanir voru hvað mestar í kórónuveirufaraldrinum höfðu margir ekkert val um hvort unnið var heima eður ei. Í könnun sem gerð var meðal félagsmanna í Sameyki kom í ljós að innan við helmingur svarenda eða um 40% vann heima í faraldrinum og af þeim sem það gerðu hafði meirihlutinn eða rúm 60% ekkert val. Þórarinn Eyfjörð formaður félagsins segir að heimavinna hafi skiljanlega fyrst og fremst tengst skrifstofu- og tæknifólki úr röðum Sameykis. Fangaverðir og þeir sem sinna umönnunarstörfum til að mynda, geti ekki unnið að heiman. Af þeim svo fóru heim taldi meirihlutinn það jákvætt en það er samt ekki svo að það sé hægt að fullyrða að fólk kjósi að halda áfram að vinna að heiman segir Þórarinn. Hann segir að skoðanir hafi verið skiptar um hvort það var gott eða vont og kom þar margt inn í; hvort fólk fékk aðstoð við að búa til vinnuaðstöðu, áhrif á heimilislíf og vellíðan.

Mjög svona fjölbreyttir þættir sem komu fram í könnuninni. Þetta var svona eins og pendúll, bæði gott og vont, og sumt betra en annað.

Þórarinn segist vel geta trúað því að þetta leiði til þess að fólk vilji hafa val um að sinna störfum sínum að heiman en þá vakni margar spurningar um samband launþega og vinnuveitenda og skiptingu ábyrgðar þeirra á milli. Það sé nokkuð semþarf að taka upp í kjarasamningum. Sálfélagslegir þættir og samvinna skipti líka miklu um hvernig vinna og verkefni ganga.

Hvenær er fólk í vinnunni og hvenær ekki?

Margt verði snúnara við að taka ákvarðanir og tryggja að upplýsingar komist til skila þegar fólk er ekki saman á vinnustað. Þá geti orðið erfitt að skilja á milli þess hvenær fólk er að vinna og hvenær ekki þegar unnið er að heiman. Jafnvel geti það farið svo segir Þórarinn og tekur dæmi af sjálfum sér að allur vökutími eins og hann lagði sig hafi verið orðinn að vinnutíma.Ekki er fullljóst hvernig þetta verður nálgast í kjarasamningum segir Þórarinn en klárt að í þeim verðiað ávarpa heima- og fjarvinnþví vinnumarkaðurinn sé að breytast og þetta verði skoðað í ljósi reynslunnar sem fékkst í faraldrinum.

Núna höfum við reynslu og getum dregið ályktanir. Það er alveg klárt mál að það verða þá gerðar einhverjar kröfur.