Bolungarvíkurgöng lokuð vegna umferðarslyss...

Bolungarvíkurgöngum, milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, var lokað nú á tíunda tímanum vegna umferðarslyss í göngunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum var þetta ekki árekstur tveggja eða fleiri bíla heldur lenti ökumaður bíls í árekstri inni í göngunum. Hann var einn á ferð.Slysið er ekki alvarlegt að sögn lögreglu. Búist er við að göngin verði opnuð að nýju eftir um hálftíma.