Telur lítið hafa breyst eftir Panama-skjölin...

Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður og sérfræðingur í skattarétti, telur lítið hafa breyst eftir að Panama-skjölin voru birt fyrir fimm árum síðan. Rætt var við Ásmund um aflandsfélög á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Á dögunum voru Pandóruskjölin afhjúpuð en í þeim eru upplýsingar eru um fjármálagjörninga og eignakaup frammámanna í stjórnmálum og víðar. Fjallað verður um Íslendinga í Pandóruskjölunum í Stundinni á morgun.

Sjá einnig: Gægst undir huliðshjálm aflandsvæðingarinnar

„Mér finnst ekkert hafa breyst, heldur hef égá tilfinningunni að þetta sé bara gleymt mál,“ sagði Ásmundur í morgun um aflandsvæðingu árin eftir að Panama-skjölin voru birt.Hann bendir á að málið hafi haft töluverðar afleiðingar fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson,þáverðandi forsætisráðherra Íslands á þeim tíma, sem lét af embætti stuttu eftir að þaðkom upp.Þá bendir Ásmundur á að Sigmundur Davíð hafi talið fjármuni sína fram, eins og beri samkvæmt lögum.

Ekki í öllum tilvikum ólöglegt

Ekki er í öllum tilvikum ólöglegt að geyma fé í aflandsfélögum í skattaskjólum, að sögn Ásmundar. Eðlilegt sé að skattayfirvöld kanni hvernig peningar myndist og fólki ber að telja þá fram. Sé það ekki gert sé fólk að skjóta undan skatti. „Þannig að þetta er ekki skattfrítt eða frjálst,þetta er framtalsskyltog manni ber að taka þetta fram og greiða skatt ef svo ber undir. Hafi maður greitt skattinn, hins vegar, þá er ekkert athugavert við þetta.“ Í grófum dráttum er því í lagi að eiga fé í skattaskjóli ef skattayfirvöld í heimaríki eigandans eru meðvituð um það og greiddir hafa verið skattar.

Hagnaðurinn af því að geyma fé í skattaskjóli og telja það fram sé þó mjög takmarkaður, að sögn Ásmundar.Ef svo kemst upp um fólk sem ekki hefur talið fram þá séskattakostnaðurinn mjög mikill. Fólk þurfi því að íhuga málin mjög vel áður en það leggur í slíkt. Viðbúið sé að refsingin geti orðið sú að greiða þurfi til baka allt að tífalda upphæð.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.