Þrjú lið enn með fullt hús stiga | Cloud9 og Fnatic með bakið upp við vegg...

Þriðji dagur riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll var spilaður í dag. Edward Gaming, Royal Never Give Up og heimsmeistararnir í DWG KIA hafa enn ekki tapað leik, en Cloud9 frá Bandaríkjunum og evrópska liðið Fnatic eru enn í leit að sínum fyrstu sigrum þegar riðlakeppnin er hálfnuð.