Krefjast þess að leikskólanum verði tafarlaust lokað...

Fyrrverandi starfsmenn leikskólans Sælukots í Reykjavík og aðstandendur barna sem hafa dvalið þar krefjast þess að leikskólanum verði tafarlaust lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Verulegir vankantar eru sagðir vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og telur hópurinn að rekstur leikskólans geti vart staðist lög.