160 þúsund bólusett í þriðja sinn fyrir 8. desember...

Rúmlega sex þúsund og sex hundruð manns mættu í örvunarbólusetningu í Laugardalshöll í dag. Fyrsti hluti örvunarbólusetningarátaks er hafinn og stendur í fjórar vikur. Stefnt er að því að bólusetja  um hundrað og sextíu þúsund  manns á landinu öllu á þeim tíma Þrjátíu þúsund manns verða boðuð í örvunarbólusetningu í Laugardalshöll þessa viku. Stefnt er að því að bólusetja hundrað og sextíu þúsund manns á landinu öllu fyrir 8. desember.

Á fyrstu fjörutíu mínútunum voru á annað þúsund manna bólusett.
Tæplega tíu þúsund voru boðaðir á höfuðborgarsvæðinu í dag en jafnframt er verið að bólusetja um allt land. Tæp 70 prósent sem boðuð voru mættu.

Bóluefni Pfizer er notað og verður örvunarskammtur fyrir alla 16 ára og eldri. Allir fá boð um að mæta í bólusetningu en fimm til sex mánuðir þurfa að hafa liðið frá seinni skammti grunnbólusetningar áður en mæta má í örvunarbólusetninguna. Þau sem hafa fengið grunnbólusetningu og covid eru beðin um að bíða þangað til frekari fyrirmæli berast.

Guðrún Jóna Bragadóttir var mætt í covidsprautu.
„Þú ert mætt í örvunarbólusetninguna. Að sjálfsögðu, að sjálfsögðu. Það kemur ekkert annað til greina.”

Sigurberg Einarsson og Steinunn S. Sigurgeirsdóttir voru einnig mætt með grímu í Laugardalshöll
„Þetta er sjálfsagt til bóta, að fara í þriðju sprautuna sko. ”

„Það þýðir ekkert annað, það er ekkert annað í boði.”

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjórihjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
„Þetta gengur bara mjög vel. Þetta fer vel af stað. Það var smá svona biðröð fyrir utan þegar við opnuðum en hún vannst fljótt niður þannig að nú er þetta bara stöðugt og gott flæði.” „Hvernig finnst þér fólk taka því að vera að mæta hér í þriðja sinn?”þetta er svolítið eins og endurtekið efni? Já, við segjum núna allt er þegar þrennt er vonandi. Einblínum á það. Gerum bara það sem við þurfum að gera.”

Bólusett verður mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá klukkan tíu til þrjú.
Hálfur mánuður þarf að líða frá inflúensubólusetningu að örvunarskammti gegn COVID-19.

Ragnheiður Ósk segir rannsóknir ekki sýna meiri einkenni eftir þriðju sprautuna en eftir fyrstu tvær.
„Þannig að við erum svona að reikna með því að fólk ætti ekki að hafa áhyggjur af því.”