Segir algengt að ungmenni kaupi vopn á smáforriti...

Það hefur færst í aukana að ungmenni hérlendis beri vopn, að sögn Guðrúnar Ágústu Ágústsdóttur, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðings. Hún tekur undir orð lögreglumanns sem ræddi um aukningu grófra ofbeldisbrota við fréttastofu um helgina. Hún segir ungmennin útvega sér ólöglegan varning á snjallforriti og margir sem hún hafi rætt við beri ýmiskonar vopn á skólatíma.
Sjá einnig:Meira um gróf ofbeldisverk en áður

„Þegar aðupp hafa komið ofbeldismál sem hafa ratað inn á borð til mín, þá segja þau frá því að þau gangi alla jafna með vopn á sér, þar á meðalískólanum“ sagði Guðrún í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í dag.

Segir fjölgun grófra ofbeldisverka greinilega

„Þetta erað færast í aukana“ segir Guðrún og segir aukna tíðni grófra ofbeldisverka ungmenna bæði mælanlega og marktæka.

Þá leiti þau helst ísmáforritið Telegram þar sem ólöglegur varningur gengur kaupum og sölum.

„Þau eru að ganga með hnúajárn, hnífa, skiptilykla, hamra og allskyns vopn“ segir Guðrún.„Við sjáum núí fréttum nánast dagalega að einhver hafi veriðstunginn eðailla barinn of ungmenni séuað lenda ílögreglu vegnagrófra ofbeldisverka. Þetta eru ekki svona gamaldagsslagsmál“ segir Guðrún.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér að ofan.