Starfsmaður Sælukots kærður fyrir kynferðisbrot...

Móðir þriggja ára stúlku sem var á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur kært karlkyns starfsmann leikskólans til lögreglu fyrir að hafa brotið kynferðislega á dóttur hennar í þrígang. Lýsingar barnsins benda til að eitt af þessum meintu brotum hafi verið mjög gróft. Fyrrverandi starfsmaður Sælukots segist ítrekað hafa vakið athygli Reykjavíkurborgar á aðbúnaði barna á leikskólanum. Amma litlu stúlkunnar segir í samtali við fréttastofu að barnið hafi fyrst sagt móður sinni frá hegðun mannsins í fyrrahaust. Málið var tilkynnt til Barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem lagði til að viðkomandi starfsmaður kæmi ekki nálægt barninu. Hann hafi þó verið látinn starfa í afleysingum á deild barnsins.

Barnið var látið faðma meintan brotamann

Ísumar fór litla stúlkan að sýna móður sinni kynferðislega hegðun sem hún sagðist hafa lært af manninum. Aftur var Barnaverndarnefnd látin vita og þáverandi leikskólastjóri lét barnið hitta starfsmanninn, faðma hann og sættast við hann, að sögn ömmunnar.

Þá hafi framkvæmdastjóri leikskólans yfirheyrt barnið með aðstoð túlks og komist að þeirri niðurstöðu að það hefði dreymt brotin. Barnaverndarnefnd lokaði síðan málinu, að sögn ömmunnar.

Í ágúst sagði stúlkan móður sinni frá þriðja brotinu, sem lýsingar hennar benda til að hafi verið mjög gróft. Þá sagði hún líka að maðurinn hefði kysst börn á leikskólanum.

Leikskólastjóri Sælukots vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og Reykjavíkurborg er með málið til athugunar.

Krefjast þess að Sælukoti verði lokað

Í yfirlýsingu fyrrverandi starfsmanna og foreldra barna á Sælukoti er lokunar skólans krafist. Aðbúnaður barnanna sé slæmur og starfsemin standist vart lög. Of mörg börn séu á hvern starfsmann, þau séu skilin eftir án eftirlits, hreinlæti sé ábótavant og matur sé af skornum skammti. Þar segir enn fremur að þeir sem hafi gert athugasemdir hafi verið reknir.

Í yfirlýsingunni segir að gerðar hafi verið athugasemdir við rekstraraðila leikskólans í mörg ár eða frá árinu 2014. Það hafi síðast verið gert í maí í vor, þá var haldinn fundur þar sem starfsmenn afhentu bréf, sem meginþorri þeirra hafði undirritað og þar var verulegum áhyggjum af ástandinu lýst, að því er fram kemur í yfirlýsingu starfsmannanna.

Var ein með sex ung börn

Alexandra Kristjánsdóttir fyrrverandi starfsmaður á Sælukoti segist ítrekað hafa haft samband við Reykjavíkurborg vegna aðbúnaðar barnanna. „Ég hringdi nokkrum sinnum. Ég fékk aldrei svör og þessu var aldrei fylgt eftir,“ segir Alexandra.

Meðal þess sem húngerði athugasemdir við var fjöldi barna á hvern starfsmann. „Ég varein með sexbörn sem voru öll einsárs, fyrir utan eitt sem var nýorðið tveggjaára. Ég og annar starfsmaður vorum einar með 11 börn á aldrinum eins til þriggjaára,“ segir Alexandra.

Hún sagði upp störfum fyrir nokkru. „Mér fannst ég ekki geta sinnt starfinu mínu nógu vel.Ég sagði upp störfum vegna þess að mér fannst rosalega erfitt að vera alltaf að koma með athugasemdir og finnast öryggi barnanna vera í hættu.“